Al Pacino ljóstrar því upp í nýútkominni sjálfsævisögu sinni, Sonny Boy, að hann hafi verið tilneyddur til að gera stórvægilegar breytingar á starfsferli sínum eftir að hafa tapað öllum peningum sínum
Óheppinn Al Pacino var illa svikinn af fyrrverandi endurskoðanda sínum.
Óheppinn Al Pacino var illa svikinn af fyrrverandi endurskoðanda sínum. — AFP/Robyn Beck

Al Pacino ljóstrar því upp í nýútkominni sjálfsævisögu sinni, Sonny Boy, að hann hafi verið tilneyddur til að gera stórvægilegar breytingar á starfsferli sínum eftir að hafa tapað öllum peningum sínum. Segir á vef Variety að ástæðan sé sú að fyrrverandi endurskoðandi hans hafi orðið valdur að því að rúmlega sjö milljarðar íslenskra króna, sem Óskarsverðlaunahafinn átti á sparnaðarreikningi sínum, enduðu í núll krónum. Endurskoðandinn fékk síðar sjö og hálfs árs fangelsisdóm fyrir fjársvik. „Ég var blankur. Ég átti um sjö milljarða en svo skyndilega ekki neitt. Ég átti eignir en ég átti enga peninga,“ er haft eftir leikar­anum. Pacino var kominn á áttræðisaldur þegar hann áttaði sig á svikunum. Áður en leikarinn fór á hausinn var hann þekktur fyrir að vanda valið á hlutverkum sínum afar vel en eftir ólánið neyddist hann hins vegar til að fara á svig við fyrri reglur sínar og þiggja öll þau hlutverk sem borguðu

...