Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings úr Reykjavík, verður í leikbanni þegar liðið fær Breiðablik í heimsókn í Víkina í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í lokaumferð Bestu deildar karla í knattspyrnu á laugardag. Arnar fékk sitt fjórða gula spjald á tímabilinu í 4:3-sigri Víkings á ÍA á Akranesi á laugardag og verður því úrskurðaður í eins leiks bann þegar aganefnd KSÍ kemur saman í dag.

Sömu sögu er að segja af Jóni Þór Haukssyni þjálfara ÍA. Hann fékk beint rautt spjald eftir leikinn á laugardag og verður því ekki á hliðarlínunni í lokaumferðinni þegar Skagamenn heimsækja Val á Hlíðarenda.

KR og HK munu mætast í lokaumferð Bestu deildar karla á heimavelli Þróttar í Laugardalnum næsta laugardag. Þetta tilkynnti KR á samfélagsmiðlum sínum í gær en gervigras verður lagt á heimavöll KR-inga á Meistaravöllum fyrir

...