Hvítur á leik.
Hvítur á leik.

1. Rf3 d5 2. g3 Rf6 3. Bg2 c5 4. 0-0 Rc6 5. d4 e6 6. c4 dxc4 7. Da4 Bd7 8. Dxc4 b5 9. Dd3 c4 10. Dc2 Hc8 11. e4 Be7 12. a3 Ra5 13. Rc3 Rb3 14. Hb1 a5 15. d5 b4 16. dxe6 Bxe6 17. Hd1 Db6 18. axb4 axb4 19. Rd5 Bxd5 20. exd5 0-0 21. Bg5 h6 22. d6 hxg5 23. dxe7 Hfe8 24. Rxg5 Hxe7 25. Bd5 Rd4 26. Dg6 Re6 27. Df5 Dc5

Staðan kom upp í efstu deild, úrvalsdeild, fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga sem lauk fyrir skömmu í Rimaskóla. Oliver Jóhannesson (2.171) hafði hvítt gegn Benedikt Briem (2.172). 28. Bxe6! fxe6 29. Hd8+! He8 svartur hefði tapað eftir 29. … Hxd8 30. Dxc5. 30. Hxe8+ Rxe8 31. Dh7+ og svartur gafst upp enda drottningin að falla í valinn. Oliver tefldi fyrir a-sveit Fjölnis og lagði sitt af mörkum til að tryggja sveitinni efsta sætið fyrir seinni hlutann en hann vann allar sínar skákir, fimm talsins.