Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari karlalandsliðsins í handbolta, er með firnasterkan 18 manna hóp fyrir leikina gegn Bosníu og Georgíu í undankeppni EM 2026 sem fram fara 6. og 10. nóvember. Aron Pálmarsson, Viktor Gísli Hallgrímsson, Elvar Örn…
EM 2026 Snorri Steinn býr liðið undir leiki 6. og 10. nóvember.
EM 2026 Snorri Steinn býr liðið undir leiki 6. og 10. nóvember. — Ljósmynd/Kristinn Steinn

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari karlalandsliðsins í handbolta, er með firnasterkan 18 manna hóp fyrir leikina gegn Bosníu og Georgíu í undankeppni EM 2026 sem fram fara 6. og 10. nóvember.

Aron Pálmarsson, Viktor Gísli Hallgrímsson, Elvar Örn Jónsson og Haukur Þrastarson koma allir inn í hópinn frá síðustu leikjum, sem voru gegn Eistlandi í umspili HM í vor.

Þá kemur línumaðurinn Sveinn Jóhannsson frá Kolstad í Noregi inn í hópinn í fyrsta sinn í þrjú ár.

Til marks um styrkleika hópsins spila 11 leikmenn af 18 í Meistaradeildinni í vetur og fimm til viðbótar í Evrópudeildinni. Hópinn skipa eftirtaldir:

Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson (Val) og Viktor Gísli Hallgrímsson (Wisla Plock).

Hornamenn: Bjarki Már Elísson (Veszprém), Orri Freyr Þorkelsson (Sporting), Óðinn Þór Ríkharðsson (Kadetten) og Sigvaldi Björn Guðjónsson (Kolstad).

Línu- og varnarmenn: Ýmir Örn Gíslason

...