Helsti veikleiki raforkukerfisins í dag er skortur á orkugetu, en eftir að Búrfellsvirkjun 2 tók til starfa 2018 er aflgetan í góðu lagi.

Skúli Jóhannsson

Orkugeta er mæld í MWh/ári eða GWh/ári en aflgeta er mæld í MW.

Um orkugetu sjá www.veldi/reports skrá dagsett 02.01. 2021, en raforkukerfið hefur breyst lítið síðan þá.

Orkugeta landskerfisins

Orkugeta landskerfisins er talin vera 21.175 GWh/ári með staðalfráviki, staðalfrávik einstakra vatnsára upp á 955 GWh/ári. Lægsta gildi orkugetu í rekstrarhermunum reyndist vera 18.850 GWh/ári en hæsta gildið 22.950 GWh/ári eða með breytileika upp á 4.100 GWh/ári.

Raforkunotkun á Íslandi almanaksárið 2024 reyndist vera 20.243 GWh/ári, en gripið var til einhverra skerðinga á því ári.

Virkjunarkostir Landsvirkjunar

Landsvirkjun hefur

...