Magdalena Margrét Sigurðardóttir (Malla) fæddist í Reykjavík 5. september 1932. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Grund 5. október 2024.

Malla var dóttir hjónanna Sigurðar Jónssonar, f. 1904, d. 1977, og Huldu Hermínu Þorvaldsdóttur, f. 1908, d. 1978, þau bjuggu nær alla sína sambúðartíð á Bergstaðastræti 49 í Reykjavík.

Malla sleit barnsskónum í miðbæ Reykjavíkur og gekk í Miðbæjarskólann og síðar Kvennaskólann. Á Kvennaskólaárunum kynntist hún Rósari V. Eggertssyni, f. 9.9. 1929, d. 26.5. 2020, þau giftu sig 6. nóvember 1954 og hófu búskap með Sigurði og Huldu á Bergstaðastrætinu. Árið 1968 fluttu þau sig um set að Hvassaleiti 13, þar sem þau bjuggu allt til ársins 2007 þegar þau fluttu á Sléttuveg 23 til að njóta ævikvöldsins.

Malla og Rósar eignuðust fimm börn. Dæturnar Huldu Björgu

...