Fylgifiskur er förunautur – eða afleiðing eða e-ð sem fylgir með öðru: „[Ó]raunhæfir draumórar eru oft fylgifiskur stefnumóta í netheimum“; áminning af netinu

Fylgifiskur er förunautur – eða afleiðing eða e-ð sem fylgir með öðru: „[Ó]raunhæfir draumórar eru oft fylgifiskur stefnumóta í netheimum“; áminning af netinu. Og: „Sjúkdómar eru oft fylgifiskur ellinnar.“ Fylgihnöttur: tungl á braut um hnött er nær förunautar-merkingunni. „Aðstoðarmaðurinn er fastur fylgihnöttur ráðherrans.“