Hver kannast ekki við það að verða órólegur þegar ekkert er að gerast? Þegar bílar hreyfast ekki í umferðarteppu, þegar fundur dregst á langinn, þegar þú bíður í röð eftir því að númerið þitt birtist á skjánum og þú fáir afgreiðslu og svo framvegis
Kartöflur Hversdagslegar en nærandi.
Kartöflur Hversdagslegar en nærandi.

Helgi Snær Sigurðsson

Hver kannast ekki við það að verða órólegur þegar ekkert er að gerast? Þegar bílar hreyfast ekki í umferðarteppu, þegar fundur dregst á langinn, þegar þú bíður í röð eftir því að númerið þitt birtist á skjánum og þú fáir afgreiðslu og svo framvegis. Bið er leiðinleg, um það eru flestir sammála en geta huggað sig við að biðin gerir fólki á endanum gott. Sá eða sú sem bíður er að þjálfa hugann í að láta sér leiðast. Það er því tilgangur með leiðindum.

Oftar en ekki verður maður hissa á því hversu hægt tíminn getur liðið þegar manni leiðist. Til dæmis þegar horft er á leiðinlega kvikmynd og maður trúir því varla að tíminn hafi liðið á sama hraða og hann gerir alltaf. Korter af leiðindum og korter af skemmtun er tvennt gjörólíkt, eins og allir vita, annað skjaldbaka en hitt héri og læra má af hvoru

...