Svandís Svavarsdóttir
Svandís Svavarsdóttir

Síðustu mánuði hefur verið hart sótt að kennurum í landinu. Síðast í gær var haldið áfram að höggva í sama knérunn á forsíðu þessa blaðs; því haldið fram að veikindahlutfall kennara væri hátt og að kennurum hefði fjölgað hraðar en nemendum. Undirliggjandi í þessum málflutningi er að vandinn séu kennarar. Eðlilegt er að mörg spyrji sig: Hvert er planið með þessum málflutningi? Hvaða markmiðum er verið að reyna að ná fram með því að ráðast á kennarastéttina? Sporin hræða þegar almannaþjónusta er gagnrýnd frá hægri – það er undanfari þess að markaðsöflunum sé gefinn laus taumur. Menntakerfið er einfaldlega of mikilvægt og má ekki verða þeirri kredduhugsun að bráð. Mín sýn, og okkar í VG, er að við þurfum að færa kennurum verkfærin til þess að ná árangri, frekar en að útmála þá sem sökudólga.

Menntakerfið er í almannaþágu

Í allri mælikvarðasúpunni sem dynur á almenningi

...

Höfundur: Svandís Svavarsdóttir