Veszprém Aron Pálmarsson í leik með ungverska liðinu árið 2015.
Veszprém Aron Pálmarsson í leik með ungverska liðinu árið 2015. — Ljósmynd/Melczer Zsolt

Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson er genginn til liðs við ungverska handboltastórveldið Veszprém á nýjan leik eftir sjö ára fjarveru. Hann kveður því FH-inga á ný eftir að hafa leikið með þeim í rúmt ár. Aron mun því leika í Meistaradeildinni á nýjan leik í vetur en Bjarki Már Elísson verður liðsfélagi hans hjá Veszprém. Aron lék með liðinu 2015-2017 en átti í útistöðum við félagið þegar hann fór þaðan og gekk til liðs við Barcelona.