„Ég fæ símhringingu einn morguninn frá stjórnarmanni Vals þar sem mér er tjáð það að þeir ætli að segja upp samningnum mínum,“ sagði knattspyrnukonan Berglind Björg Þorvaldsdóttir í samtali við Morgunblaðið
Hlíðarendi Berglind Björg Þorvaldsdóttir skrifaði undir tveggja ára samning við Val í apríl á þessu ári en samningnum var sagt upp í síðustu viku.
Hlíðarendi Berglind Björg Þorvaldsdóttir skrifaði undir tveggja ára samning við Val í apríl á þessu ári en samningnum var sagt upp í síðustu viku. — Ljósmynd/Valur

Fótbolti

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

„Ég fæ símhringingu einn morguninn frá stjórnarmanni Vals þar sem mér er tjáð það að þeir ætli að segja upp samningnum mínum,“ sagði knattspyrnukonan Berglind Björg Þorvaldsdóttir í samtali við Morgunblaðið.

Berglind Björg, sem er 32 ára gömul, gekk til liðs við Val í apríl á þessu ári og snéri aftur á völlinn í vor eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn, soninn Þorvald Atla, í desember á síðasta ári en félagið nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi hennar á dögunum.

Framherjinn lék alls 13 leiki með Valsliðinu í sumar og skoraði í þeim fjögur mörk en liðið hafnaði í öðru sæti deildarinnar eftir markalaust jafntefli gegn Breiðabliki í úrslitaleik í lokaumferð Bestu deildarinnar

...