Nýtt gervigras Völlurinn verður upphitaður og með flóðlýsingu.
Nýtt gervigras Völlurinn verður upphitaður og með flóðlýsingu. — Morgunblaðið/Baldur

Iðnaðarmenn hafa að undanförnu lagt lagnir undir fyrirhugað gervigras Knattspyrnufélagsins Vals á Hlíðarenda. Kemur það til viðbótar núverandi gervigrasi á Hlíðarenda.

Nýi völlurinn er vestan Friðriksvallar en sá síðarnefndi er nær íþróttahúsinu. Milli vallanna er fyrirhugað að borgarlína muni liggja um svonefndan Snorrabrautarás. Þannig er áformað að framlengja Snorrabraut suður í Vatnsmýri þannig að gatan liggi í gegnum nýja Hlíðarendahverfið.

Allt að 245 íbúðir

Vestan við nýja gervigrasvöllinn er svo fyrirhugað að skipuleggja íbúðareit. Með því skerðist æfingasvæði Vals sem því nemur en í staðinn kemur nýr reitur, J-reitur, með allt að 245 íbúðum. Útfærslan mun vera í mótun og ekkert ákveðið. baldura@mbl.is