Grindavík Elín Friðþjófsdóttir og Jakob Helgason rúntuðu um bæinn.
Grindavík Elín Friðþjófsdóttir og Jakob Helgason rúntuðu um bæinn. — Morgunblaðið/Eyþór

Hjónin Jakob Helgason og Elín Friðþjófsdóttir rúntuðu til Grindavíkur í gær en þau eru búsett í Noregi og ákváðu að koma og sjá bæinn með eigin augum.

Jakob var að vinna í Grindavík hér á árum áður og man eftir bænum áður en hamfarirnar dundu yfir.

Þrátt fyrir að vera búsett í Noregi hafa hjónin fylgst vel með gangi mála í Grindavík undanfarið ár.

„Við vorum einmitt að kíkja á hraunið sem kom upp að húsunum. Það var auðvitað í beinni útsendingu,“ segja hjónin og vísa til eldgossins sem braust út í byrjun janúar og náði húsum í bænum.