103 Birkir Már Sævarsson er einn reyndasti landsliðsmaður Íslands.
103 Birkir Már Sævarsson er einn reyndasti landsliðsmaður Íslands. — Morgunblaðið/Eggert

Birkir Már Sævarsson, knatt­spyrnumaðurinn reyndi, leggur skóna á hilluna eftir tímabilið. Valsmenn tilkynntu í gær að kveðjuleikur hans yrði gegn ÍA á laugardaginn. Birkir, sem er 39 ára, hefur leikið með Val frá 2003 en spilaði með Brann í Noregi og Hammarby í Svíþjóð frá 2008 til 2017. Hann hefur leikið 475 deildaleiki á ferlinum og er þriðji leikjahæsti leikmaður karlalandsliðsins með 103 landsleiki og lék á bæði EM 2016 og HM 2018.