— Ljósmynd/Auðunn Níelsson

50 ára Elín Dögg er fædd og uppalin á Akureyri og er búsett þar. Hún útskrifaðist af náttúrufræðibraut Menntaskólans á Akureyri 1994. Hún er viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum, B.Sc.-prófi lauk hún árið 1998 og M.Sc.-prófi árið 2018, hvoru tveggja frá Háskólanum á Akureyri.

Elín starfar sem fjármálastjóri Dekkjahallarinnar og framkvæmdastjóri DH Fasteigna. Hún hefur starfað í Dekkjahöllinni frá unga aldri, en faðir hennar stofnaði fyrirtækið á Akureyri fyrir 40 árum. Jafnframt hefur hún starfað við Viðskiptadeild Háskólans á Akureyri, annars vegar á árunum 2003-2007 sem sérfræðingur og aðjúnkt og á árunum 2018-2020 sem aðjúnkt og stundakennari.

Eitt helsta áhugamál Elínar er kórsöngur og er hún hvort tveggja meðlimur í Kór Glerárkirkju og Kvennakór Akureyrar. Önnur áhugamál eru

...