Ásrún Helga Kristinsdóttir
Ásrún Helga Kristinsdóttir

Ásrún Helga Krist­ins­dótt­ir, for­seti bæj­ar­stjórn­ar Grinda­vík­ur, er ánægð með að búið sé að opna Grinda­vík á ný.

Hún von­ast til þess að meira líf fær­ist nú í at­vinnu­lífið.

„Þetta leggst bara ljóm­andi vel í okk­ur, þetta er góður tíma­punkt­ur. Við höf­um talað um það að við þurf­um að nýta þessa tím­aramma á milli at­b­urða vel og það er búin að fara fram mik­il vinna í bæn­um, gera bæ­inn ör­ugg­an að nýju og já, við erum bara brött og ánægð með þessa ákvörðun,“ segir Ásrún í samtali við Morgunblaðið.

Ásrún seg­ir bæj­ar­búa al­mennt ánægða með opn­un­ina.