3 M Erlingur Agnarsson lék frábærlega á Akranesi.
3 M Erlingur Agnarsson lék frábærlega á Akranesi. — Morgunblaðið/Óttar

Erlingur Agnarsson kantmaður Víkings var besti leikmaður 26. umferðar Bestu deildar karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins.

Erlingur lék frábærlega með Víkingum þegar þeir unnu Skagamenn, 4:3, í mögnuðum leik á Akranesi á laugardaginn. Hann var allt í öllu í sóknarleik þeirra, skoraði tvö markanna og átti allan heiðurinn af því þriðja.

Fyrir vikið fékk Erlingur hina sjaldgæfu einkunn 3 M fyrir frammistöðu sína hjá Morgunblaðinu. Eins og lesendur þekkja er sú einkunn ekki gefin oft en tveir aðrir hafa fengið hana í ár, Viktor Jónsson hjá ÍA og Benoný Breki Andrésson hjá KR.

Erlingur er 26 ára gamall, uppalinn Víkingur, og hefur hvergi annars staðar spilað. Hann er fimmti leikjahæstur í sögu félagsins í deildinni með 155 leiki og sá fjórði markahæsti með 28 mörk.

Erlingur hefur verið mikið frá vegna meiðsla undanfarnar vikur og hafði fyrir leikinn gegn ÍA aðeins spilað tvo af síðustu ellefu leikjum liðsins í deild og bikar.

Þetta er í fyrsta sinn

...