Það sem sannara reynist, bók eftir Svavar Gestsson (1944-2021), kom út í síðustu viku og var kynnt í fjölmennu útgáfuhófi í bókaverslun Forlagsins. Guðrún Ágústsdóttir sá um útgáfuna í samvinnu við Svandísi, dóttur Svavars
Uppgjör Guðrún Ágústsdóttir ekkja Svavars og Svandís dóttir hans sáu um útgáfuna á síðustu bók hans.
Uppgjör Guðrún Ágústsdóttir ekkja Svavars og Svandís dóttir hans sáu um útgáfuna á síðustu bók hans.

Árni Matthíasson

arnim@mbl.is

Það sem sannara reynist, bók eftir Svavar Gestsson (1944-2021), kom út í síðustu viku og var kynnt í fjölmennu útgáfuhófi í bókaverslun Forlagsins. Guðrún Ágústsdóttir sá um útgáfuna í samvinnu við Svandísi, dóttur Svavars. Í viðtali í Dagmálum segir hún að Svavar hafi gefið út sjálfsævisögu sína, Hreint út sagt, árið 2012 og þá hafi hann aðeins talað um Icesave-málið, „fór yfir það en mjög lítillega samt. Þetta var svo erfitt mál að hann langaði frekar að vera með pólitíska sjálfsævisögu en að fjalla mikið um Icesave. En eftir því sem árin liðu og Icesave kom alltaf upp aftur og aftur, eins og fólk gæti ekki gleymt því, þá fannst honum að hann, sem var formaður í fyrstu nefndinni sem samdi um Icesave, þyrfti að segja sína sögu af því að hans sögu kunni enginn nema hann og enginn gat sagt hana út frá

...