Daníel Laxdal leggur skóna á hilluna eftir leik Stjörnunnar og FH í lokaumferð Bestu deildar karla á laugardaginn. Daníel, sem er 38 ára gamall, hefur leikið með meistaraflokki Stjörnunnar frá 2004, er eini knattspyrnumaðurinn sem hefur leikið meira …
Hættir Daníel Laxdal er að ljúka löngum og farsælum ferli.
Hættir Daníel Laxdal er að ljúka löngum og farsælum ferli. — Ljósmynd/Kristinn Steinn

Daníel Laxdal leggur skóna á hilluna eftir leik Stjörnunnar og FH í lokaumferð Bestu deildar karla á laugardaginn. Daníel, sem er 38 ára gamall, hefur leikið með meistaraflokki Stjörnunnar frá 2004, er eini knattspyrnumaðurinn sem hefur leikið meira en 500 mótsleiki fyrir eitt íslenskt félag, og sá eini sem hefur spilað meira en 300 leiki fyrir sama félagið í efstu deild. Daníel er þriðji leikjahæstur allra í deildinni frá upphafi með 307 leiki.