Knattspyrnumaðurinn Viðar Örn Kjartansson var í síðustu viku úrskurðaður í sex mánaða keppnisbann af Alþjóðaknattspyrnusambandinu FIFA vegna óuppgerðra skulda við sitt fyrrverandi félag, CSKA 1948 Sofia í Búlgaríu

Fótbolti

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Knattspyrnumaðurinn Viðar Örn Kjartansson var í síðustu viku úrskurðaður í sex mánaða keppnisbann af Alþjóðaknattspyrnusambandinu FIFA vegna óuppgerðra skulda við sitt fyrrverandi félag, CSKA 1948 Sofia í Búlgaríu.

Framherjinn, sem er 34 ára gamall, lék með búlgarska liðinu á síðasta tímabili en hann gekk til liðs við félagið síðasta sumar og lék alls 13 leiki með liðinu þar sem hann skoraði eitt mark. Hann rifti samningi sínum í Búlgaríu í desember á síðasta ári.

Viðar Örn gekk svo til liðs við KA á Akureyri fyrir yfirstandandi tímabil og hefur skorað sex mörk í 22 leikjum með KA í Bestu deildinni í sumar. Hann gat ekki tekið þátt í leik KA gegn Vestra í 26. umferð Bestu deildarinnar sem fram

...