Tveir íslenskir listamenn, Arndís Þórarinsdóttir og Rán Flygenring, hafa verið tilnefndir til hinna sænsku Astrid Lindgren-­verðlauna 2025. Alls eru 265 einstaklingar frá 72 löndum tilnefndir í ár en hópurinn saman­stendur af rithöfundum,…
Tilnefnd Arndís segist vera glöð og þakklát yfir tilnefningunni.
Tilnefnd Arndís segist vera glöð og þakklát yfir tilnefningunni. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Tveir íslenskir listamenn, Arndís Þórarinsdóttir og Rán Flygenring, hafa verið tilnefndir til hinna sænsku Astrid Lindgren-­verðlauna 2025. Alls eru 265 einstaklingar frá 72 löndum tilnefndir í ár en hópurinn saman­stendur af rithöfundum, myndhöfundum og fólki sem hefur verið ötult við að hvetja til lestrar.

Á facebooksíðu sinni skrifar Arndís að hún sé „innilega glöð og þakklát“ fyrir að vera tilnefnd. Þar segist hún jafnframt spennt að kynna sér þá tilnefndu listamenn sem hún þekki ekki fyrir en sumir þeirra séu henni þegar kærir.

Verðlaunin hafa verið veitt frá 2002 en næsti verðlaunahafi verður kynntur 1. apríl 2025.