Evrópusambandið og forseti Moldóvu fullyrða að Rússar hafi beitt sér með fordæmalausum hætti í þjóðaratkvæðagreiðslu og forsetakosningum sem fóru fram í landinu á sunnudag. Samhliða forsetakosningunum voru greidd atkvæði um hvort setja eigi ákvæði í …
Átök um framtíð Maia Sandu forseti Moldóvu kemur á blaðamannafund í höfuðborginni Chisinau á sunnudag.
Átök um framtíð Maia Sandu forseti Moldóvu kemur á blaðamannafund í höfuðborginni Chisinau á sunnudag. — AFP/Daniel Mihailescu

Guðmundur Sv. Hermannsson

gummi@mbl.is

Evrópusambandið og forseti Moldóvu fullyrða að Rússar hafi beitt sér með fordæmalausum hætti í þjóðaratkvæðagreiðslu og forsetakosningum sem fóru fram í landinu á sunnudag.

Samhliða forsetakosningunum voru greidd atkvæði um hvort setja eigi ákvæði í stjórnarskrá landsins um að stefnt sé að aðild að Evrópusambandinu. Skoðanakannanir bentu til þess að Maia Sandu yrði endurkjörin forseti landsins og að stjórnarskrártillagan yrði samþykkt með talsverðum meirihluta. Niðurstaðan varð sú að 50,46% greiddu atkvæði með stjórnarskrárbreytingunni og Sandu fékk rúmlega 42% atkvæða. Kosið verður á ný 3. nóvember milli hennar og Alexandr Stoianoglo fyrrverandi saksóknara sem fékk 26% atkvæða.

Sandu sagði í yfirlýsingu í gær að Evrópusinnar hefðu unnið fyrstu orrustuna í erfiðu stríði um framtíð landsins. „Við börðumst heiðarlega og unnum réttlátan

...