Stjórnmálaflokkar vinna nú í kappi við tímann að stilla upp framboðslistum fyrir komandi kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur fullskipað lista í þremur kjördæmum og klárar að skipa á lista í kjördæmum höfuðborgarsvæðisins í vikunni
Alþingiskosningar Talsverðar breytingar eru hjá flokki Ingu Sæland.
Alþingiskosningar Talsverðar breytingar eru hjá flokki Ingu Sæland. — Morgunblaðið/Eggert

Hermann Nökkvi Gunnarsson

hng@mbl.is

Stjórnmálaflokkar vinna nú í kappi við tímann að stilla upp framboðslistum fyrir komandi kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur fullskipað lista í þremur kjördæmum og klárar að skipa á lista í kjördæmum höfuðborgarsvæðisins í vikunni. Píratar halda prófkjör og úrslita er að vænta úr þeim síðdegis í dag.

Samfylkingin og Framsókn munu halda kjördæmisþing á laugardag þar sem framboðslistar verða samþykktir. Uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi leggur til að Alma Möller landlæknir verði í 1. sæti og að Guðmundur Ari Sigurjónsson, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, verði í 2. sæti. Lagt er til að Þórunn Sveinbjarnardóttir, oddviti flokksins í kjördæminu, fari niður í 3. sæti.

Hjá Flokki fólksins er verið að

...