Mikilvægt er að bæta almenningssamgöngur en það verður ekki gert með rándýrri borgarlínu.
Þorsteinn Alexandersson
Þorsteinn Alexandersson

Þorsteinn Alexandersson

Sífellt fleiri borgarbúar og aðrir þeir sem nota einkabíl í borginni verða daglega varir við umferðartafir og vandræði í umferðinni sem helgast af vanrækslu við uppbyggingu umferðarmannvirkja.

Allt er þetta í boði borgaryfirvalda sem þverskallast við að byggja upp samgöngumannvirki sem er óhjákvæmilegt að gera vegna fólksfjölgunar og aukins fjölda bifreiða sem er samgöngumáti sem Reykvíkingar hafa valið sér.

Það liggur fyrir að í borginni þarf að byggja mislæg gatnamót á álagspunktum, byggja göngubrýr yfir umferðarþungar götur og koma upp tölvustýrðum snjallumferðarljósum.

Reykvíkingar og flestir aðrir landsmenn hafa fyrir löngu valið einkabílinn sem sinn helsta ferðamáta vegna þeirra kosta sem hann hefur fram yfir flest

...