Vinna stendur yfir við byggingu 135 sm hás varnargarðs til að verja höfnina við Grindavík gegn sjógangi en höfnin hefur lækkað um 40 cm frá því í nóvember á síðasta ári. Reiknað er með að steypuvinna fari fram í dag eða á morgun að sögn Jóns Atla…
Flóð Steypt verður við höfnina í Grindavík í dag eða á morgun.
Flóð Steypt verður við höfnina í Grindavík í dag eða á morgun. — Morgunblaðið/Eyþór

Vinna stendur yfir við byggingu 135 sm hás varnargarðs til að verja höfnina við Grindavík gegn sjógangi en höfnin hefur lækkað um 40 cm frá því í nóvember á síðasta ári. Reiknað er með að steypuvinna fari fram í dag eða á morgun að sögn Jóns Atla Brynjólfssonar, starfsmanns Grindarinnar í Grindavík, sem vinnur verkið fyrir Vegagerðina. Þari gekk upp að garðinum í stórstreymi í nótt að sögn Jóns Atla. Grindin byggir einnig varnargarða utan um spennistöðvar á höfninni.

Hluti af verkefninu er frárennslisstöð sem HH Smíði reisir á höfninni. Hlynur Sæberg

...