Sigurður St. Arnalds verkfræðingur með meiru ákvað að minnka við sig og „flytja úr fjöllum að fjöru“ eftir hálfa öld í frábæru Seljahverfi. Hann hyggst setjast að í Lundinum græna inn af fjöru í Fossvogsdal og verður ekki lengur í 110 metra hæð yfir sjávarmáli og ofan snjólínu

Pétur Blöndal

p.blondal@gmail.com

Sigurður St. Arnalds verkfræðingur með meiru ákvað að minnka við sig og „flytja úr fjöllum að fjöru“ eftir hálfa öld í frábæru Seljahverfi. Hann hyggst setjast að í Lundinum græna inn af fjöru í Fossvogsdal og verður ekki lengur í 110 metra hæð yfir sjávarmáli og ofan snjólínu. Ungu nýju eigendurnir féllu fyrir því og fengu lítið vísukorn með skjölunum um kaupin:

Uppi í hæðum augum leit

eign í Jakaseli.

Veit engan meiri yndisreit

á öllu norðurhveli.

Sigurði bárust kveðjur frá Stefáni Má Halldórssyni þegar þetta spurðist:

Eftir fjallið frómur stundi

og fór að ráðum

...