Spursmál Hafa fest sig í sessi sem beittasti þjóðmálaþáttur landsins.
Spursmál Hafa fest sig í sessi sem beittasti þjóðmálaþáttur landsins.

Umræðu- og viðtalsþátturinn Spursmál verður á dagskrá kl. 14 á mbl.is alla þriðjudaga og föstudaga fram að kosningum 30. nóvember. Þar verða frambjóðendur og álitsgjafar teknir tali og rætt um það sem hæst ber í baráttunni sem vara mun næstu 39 dagana.

Leiðtogar þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram í öllum kjördæmum landsins verða boðaðir á vettvang og í dag ríður Sanna Magdalena Mörtudóttir á vaðið. Um liðna helgi var hún valin til þess að leiða framboð Sósíalistaflokks Íslands á landsvísu. Þá verður henni falið að stýra aðkomu flokksins að mögulegri stjórnarmyndun að kosningum loknum.

Á hverjum föstudegi verða kynntar tölur úr nýjustu könnunum Prósents á fylgi flokkanna sem unnar eru fyrir Morgunblaðið. Þar mun Andrés Magnússon fara yfir þróun mála.

Næstu tvo þriðjudaga

...