Halldór Óttarsson fæddist 12. júní 1977. Hann lést 30. september 2024.

Útför Halldórs fór fram 21. október 2024.

Í dag kveð ég góðan vin og samstarfsmann til margra ára, Halldór Óttarsson.

Fyrir tæpum 30 árum kynntumst við í fyrirtækinu Sérverk. Hann var kornungur maður þegar hann gerðist lærlingur hjá fyrirtækinu. Betri vinnufélaga var ekki hægt að kjósa sér. Dóri var allt í senn glaðlyndur, traustur, heilsteyptur, duglegur og afar góður fagmaður.

Fyrir utan starfið var útivist og fjallgöngur hans aðaláhugamál. Frásagnir hans af fjallaklifri innanlands og erlendis, s.s. á Kilimanjaro og Mount Meru, voru mjög áhugaverðar.

Dóri lenti í mjög alvarlegu vinnuslysi fyrir tíu árum. Það var talið kraftaverk hvernig hann með vilja

...