Ekki þarf að taka norska handknattleiksfélagið Vipers Kristiansand til gjaldþrotaskipta eins og útlit var fyrir á sunnudagskvöld. Þá tilkynnti félagið að það yrði tekið til gjaldþrotaskipta þar sem ekki hefði tekist að útvega 25 millj­ón­ir norskra…
Bjargað Sterkasta kvennalið heims undanfarin ár getur haldið áfram.
Bjargað Sterkasta kvennalið heims undanfarin ár getur haldið áfram. — Ljósmynd/EHF

Ekki þarf að taka norska handknattleiksfélagið Vipers Kristiansand til gjaldþrotaskipta eins og útlit var fyrir á sunnudagskvöld. Þá tilkynnti félagið að það yrði tekið til gjaldþrotaskipta þar sem ekki hefði tekist að útvega 25 millj­ón­ir norskra króna, 332 millj­ón­ir ís­lenskra króna, sem þurfti til þess að félagið gæti haldið sjó, í tæka tíð. Í norskum fjölmiðlum í gær var hins vegar greint frá því að ónefndir fjárfestar hefðu bjargað félaginu á ögurstundu.