„Hún er fyrst og fremst góður rithöfundur og ég held að það skýri hvers vegna bókunum gengur vel,“ segir Valgerður Bjarnadóttir þýðandi um norðurírska rithöfundinn Lucindu Riley og bókaflokk hennar um Systurnar sjö sem hefur notið mikilla vinsælda hér á landi
Mæðgur Valgerður Bjarnadóttir og Guðrún Vilmundardóttir eru ánægðar með skáldsögur Lucindu Riley.
Mæðgur Valgerður Bjarnadóttir og Guðrún Vilmundardóttir eru ánægðar með skáldsögur Lucindu Riley. — Ljósmynd/Boris Breuer

Ragnheiður Birgisdóttir

ragnheidurb@mbl.is

„Hún er fyrst og fremst góður rithöfundur og ég held að það skýri hvers vegna bókunum gengur vel,“ segir Valgerður Bjarnadóttir þýðandi um norðurírska rithöfundinn Lucindu Riley og bókaflokk hennar um Systurnar sjö sem hefur notið mikilla vinsælda hér á landi. Fyrsta bókin í flokknum kom út árið 2021 og sú áttunda, Atlas – Saga Pa Salt, er nýkomin út.

Eins og nafnið á bókaflokknum gefur til kynna fjallar hann um sjö systur. Ein bók er tileinkuð hverri systur og áttunda bókin fjallar síðan um föður þeirra. „Hann er ríkur öðlingur sem ættleiðir þær allar, hverja úr sínum heimshlutanum. Þegar hann deyr skilur hann eftir sig vísbendingar um hvar þær geti komist að uppruna sínum.“

...