Sanna Magdalena Mörtudóttir
Sanna Magdalena Mörtudóttir

Sósíalistaflokkur Íslands kallar eftir því að sjávarútvegsfyrirtækin á Íslandi verði þjóðnýtt. Með því verði tryggt að arðurinn af sjávarauðlindinni renni til þjóðarinnar en ekki í vasa „nokkurra stórfyrirtækja“. Þetta upplýsir Sanna Magdalena Mörtudóttir leiðtogi Sósíalistaflokksins í samtali í Spursmálum. Segist hún fylgjandi því að bæjarútgerðir verði endurreistar. Þrátt fyrir það segir hún að hina stórkostlegu þjóðnýtingu eigi eftir að útfæra og að það þurfi að gerast í samtali þjóðarinnar.

Hún vill einnig koma í veg fyrir að einkaaðilar geti staðið í útleigu á íbúðarhúsnæði. Aðgangur að húsnæði sé mannréttindamál og slík starfsemi eigi að vera á félagslegum grunni. Flokkur hennar vill að öll íbúðauppbygging í landinu á komandi árum verði innan félagslega kerfisins eða u.þ.b. 4.000 íbúðir árlega.

...