Eins og fram kom í gær vann Oliver Jóhannesson (2.171) allar skákir sínar í fyrri hluta úrvalsdeildar Íslandsmóts skákfélaga sem lauk fyrir skömmu í Rimaskóla. Í þessari stöðu, þar sem Oliver hafði svart gegn Ingvari Þór Jóhannessyni (2.281), lék hvítur 33
Hvítur á leik
Hvítur á leik

Eins og fram kom í gær vann Oliver Jóhannesson (2.171) allar skákir sínar í fyrri hluta úrvalsdeildar Íslandsmóts skákfélaga sem lauk fyrir skömmu í Rimaskóla. Í þessari stöðu, þar sem Oliver hafði svart gegn Ingvari Þór Jóhannessyni (2.281), lék hvítur 33. Hxh8 Hxh8 34. Hxe6?! og þótt svartur hafi tapað peði þá stendur hann betur að vígi eftir 34. … Dd7. Svartur lék hins vegar 34. … Dc8? og gat hvítur fengið unnið tafl eftir 35. Hc6! en í stað þess lék hvítur 35. He1? og verður framhald skákarinnar skoðað nánar á morgun. Þessi skák kom upp í viðureign Fjölnis og Taflfélags Reykjavíkur. Hefði Ingvar unnið skákina hefðu TR-ingar átt raunhæfari möguleika á að ná núverandi Íslandsmeisturum, Fjölni, að stigum í seinni hluta keppninnar. Tap TR þýðir hins vegar að Fjölnir er með örugga forystu eftir fyrri hlutann.