FH vann frábæran sigur á sænska liðinu Sävehof, 34:30, í þriðju umferð H-riðils Evrópudeildar karla í handknattleik í Kaplakrika í gærkvöldi. Var um fyrsta sigur FH í riðlakeppninni að ræða og er liðið þar með búið að vinna sér inn tvö stig í riðlinum
Gleði Jón Bjarni Ólafsson og Ólafur Gústafsson fagna frábærum sigri FH á Sävehof í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í Kaplakrika í gærkvöldi.
Gleði Jón Bjarni Ólafsson og Ólafur Gústafsson fagna frábærum sigri FH á Sävehof í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í Kaplakrika í gærkvöldi. — Morgunblaðið/Karítas

Evrópudeildin

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

FH vann frábæran sigur á sænska liðinu Sävehof, 34:30, í þriðju umferð H-riðils Evrópudeildar karla í handknattleik í Kaplakrika í gærkvöldi.

Var um fyrsta sigur FH í riðlakeppninni að ræða og er liðið þar með búið að vinna sér inn tvö stig í riðlinum. FH er í þriðja sæti á meðan Sävehof er á botninum án stiga.

Í fyrri hálfleik var Sävehof alltaf skrefinu á undan en FH hleypti gestunum þó aldrei lengra frá sér en þremur mörkum. Sá var einmitt munurinn í hálfleik, 15:18.

FH byrjaði síðari hálfleikinn illa og lenti mest fimm mörkum undir í stöðunni 18:23 eftir 40 mínútna leik. Þá hófst hins vegar frækin endurkoma Hafnfirðinga sem

...