„Utanríkisráðuneytið er hér eftir sem hingað til í þéttu sambandi við bæði utanríkisráðuneyti og varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna og mun eiga samráð við þau í kjölfar bréfs nefndarinnar,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir…
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir

„Utanríkisráðuneytið er hér eftir sem hingað til í þéttu sambandi við bæði utanríkisráðuneyti og varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna og mun eiga samráð við þau í kjölfar bréfs nefndarinnar,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra í samtali við Morgunblaðið, spurð um viðbrögð ráðuneytisins við áhyggjum bandarískra stjórnvalda vegna starfsemi Kínverja á jörðinni Kárhóli í Þingeyjarsveit. Þar stunda þeir rannsóknir á norðurljósum með fullkomnum tækjabúnaði sem Bandaríkjamenn óttast að geti nýst í hernaðarlegum tilgangi og til njósna.

Í Morgunblaðinu sl. laugardag var greint frá bréfi sem bandarísk þingnefnd sendi til utanríkis- og varnarmálaráðherra Bandaríkjanna þar sem lýst var áhyggjum af rannsóknarstarfsemi Kínverjanna. Fundað var með starfsmönnum nefndarinnar á mánudag, í kjölfar þess að bréf nefndarinnar var gert

...