Þegar grannt er skoðað er þetta önnur birtingarmynd stjórnlyndis – vinstri pólitík í dulargervi – í umbúðum ímyndarstjórnmála og gluggaskreytinga.
Óli Björn Kárason
Óli Björn Kárason

Óli Björn Kárason

Ég veit ekki hvort er verra, að sæmilega þekkt fólk sem af einhverjum ástæðum vill hasla sér völl í stjórnmálum líti á stjórnmálaflokka sem hilluvöru sem best sé að velja út frá því hvar mestu möguleikarnir eru á þingmennsku eða að stjórnmálaflokkarnir telji það eftirsóknarvert að fá þekkt fólk á framboðslista óháð skoðunum þess eða hugsjónum. Framboðslistar verða eins konar gluggaskreytingar sem eiga að heilla kjósendur. Hvort tveggja grefur undan lýðræðinu, þurrkar út skilin milli stjórnmálaflokka, enda hugsjónir settar út í horn. Kerfishugsunin nær yfirhöndinni.

Hætta er sú að stjórnmálamaðurinn breytist í embættismann – teknókrata sem forðast samkeppni hugmynda og nálgast samfélagið eins og hvert annað verkfræðilegt verkefni. Allt er skilgreint sem úrlausnarverkefni og nefndir og ráð taka við. Áskorunum er mætt með

...