Hefur þú staðið fyrir framan 25 unglinga í þeim tilgangi að kenna þeim stærðfræði? Verið í grunnskóla í Reykjavík og þegar þau horfðu á þig með stór spurningarmerki í augunum áttaðir þú þig á því að fæst þessara barna töluðu íslensku? Eftir dálítið…
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Hefur þú staðið fyrir framan 25 unglinga í þeim tilgangi að kenna þeim stærðfræði? Verið í grunnskóla í Reykjavík og þegar þau horfðu á þig með stór spurningarmerki í augunum áttaðir þú þig á því að fæst þessara barna töluðu íslensku? Eftir dálítið grúsk komst þú að því að þrjú þeirra voru nýkomin úr flóttamannabúðum með litla skólagöngu að baki og að alls voru töluð sex tungumál í þessum litla bekk.

Veruleiki grunnskólabarna og grunnskólakennara er alls konar. Sögurnar eru ótrúlegar en það litla sem við raunverulega vitum um stöðu þessa mikilvæga skólastigs er að þar hefur hallað verulega undan fæti síðastliðin ár.

Tæp 30% nemenda í íslenskum grunnskólum hafa erlendan bakgrunn og ljóst að slík fjölgun í óbreyttu kerfi hefur áhrif á gæði náms og árangur nemenda. Kennarar hafa reynt að mæta þessum áskorunum með fjölbreyttum leiðum en benda á að álagið sem

...

Höfundur: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir