Breska stórverslunin Harrods segist eiga í viðræðum við yfir 250 konur um bótagreiðslur vegna kynferðisofbeldis sem þær sættu af hálfu Mohameds Al-Fayeds, fyrrverandi eiganda verslunarinnar. Þetta kom fram eftir að Bianca Gascoigne, dóttir…
Harrods Vegfarendur utan við verslun Harrods í miðhluta Lundúna.
Harrods Vegfarendur utan við verslun Harrods í miðhluta Lundúna. — AFP/Ben Stansall

Breska stórverslunin Harrods segist eiga í viðræðum við yfir 250 konur um bótagreiðslur vegna kynferðisofbeldis sem þær sættu af hálfu Mohameds Al-Fayeds, fyrrverandi eiganda verslunarinnar.

Þetta kom fram eftir að Bianca Gascoigne, dóttir fyrrverandi knattspyrnustjörnunnar Pauls Gascoignes, sagði í viðtali við Sky News að Al-Fayed hefði beitt hana kynferðisofbeldi þegar hún vann í versluninni á unglingsárunum. Hún sagðist upphaflega hafa litið upp til Al-Fayeds en hann hefði síðan komið óboðinn í íbúð þar sem hún dvaldi og nauðgað henni. Hún sagðist ekki hafa kært árásina vegna þess að Al-Fayed hefði hótað henni brottrekstri.

Al-Fayed, sem lést á síðasta ári 94 ára að aldri, hefur verið sakaður um að hafa nauðgað fjölda kvenna. Ásakanirnar komu fram í heimildarþætti sem breska ríkisútvarpið BBC sýndi í september.

...