Pálína Guðrún Helga Jónsdóttir, kölluð Stella, fæddist 28. júlí 1924 á Hesteyri í Jökulfjörðum N-Ísafjarðarsýslu. Hún lést 7. október 2024 á Hjúkrunarheimilinu Grund.

Foreldrar hennar voru hjónin Jón Guðjónsson símritari, f. 1898 á Hesteyri, d. 1984, og Helga Sigurðardóttir húsmóðir, f. 1893 á Þverá í Skíðadal, d. 1984. Hálfbróðir Pálínu sammæðra var Geir Jóhann Geirsson, f. 1917, d. 2005, vélstjóri hjá Eimskip. Bróðir hennar, Guðjón Jónsson, f. 1927, d. 2009, flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni. Systur hennar eru Kristjana Jónsdóttir, f. 1930, íþróttakennari og ritari í Hvassaleitisskóla, og Jóhanna Edwald, f. 1935, ritari á Rannsóknastofu í lyfjafræði.

Hún giftist 23.12. 1949 Ágústi Sigurðssyni, f. 29.4. 1906, d. 9.12. 1977, cand. mag., höfundi kennslubóka og orðabóka í dönsku, stofnanda Námsflokka Reykjavíkur og yfirkennara hjá

...