Sanna Magdalena Mörtudóttir, sem leiðir framboð Sósíalistaflokks Íslands í yfirstandandi kosningabaráttu, segir flokkinn vilja þjóðnýta sjávarútvegsfyrirtækin. Það sé rétta leiðin til þess að tryggja að arðurinn af auðlindum sjávar endi í vasa almennings en ekki fárra stórfyrirtækja
Sósíalistar Sanna Magdalena Mörtudóttir er fyrsti leiðtoginn sem mætir á vettvang Spursmála í aðdraganda kosninganna sem fram fara 30. nóvember.
Sósíalistar Sanna Magdalena Mörtudóttir er fyrsti leiðtoginn sem mætir á vettvang Spursmála í aðdraganda kosninganna sem fram fara 30. nóvember.

Stefán E. Stefánsson

ses@mbl.is

Sanna Magdalena Mörtudóttir, sem leiðir framboð Sósíalistaflokks Íslands í yfirstandandi kosningabaráttu, segir flokkinn vilja þjóðnýta sjávarútvegsfyrirtækin. Það sé rétta leiðin til þess að tryggja að arðurinn af auðlindum sjávar endi í vasa almennings en ekki fárra stórfyrirtækja.

Þetta kemur fram í viðtali í Spursmálum sem er það fyrsta í röð þeirra sem helguð eru samtali við leiðtoga þeirra flokka sem bjóða fram á landsvísu. Viðtölin eru sýnd á þriðjudögum og föstudögum og eru í kjölfarið aðgengileg á mbl.is og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Í viðtalinu upplýsir Sanna að það liggi ekki nákvæmlega fyrir hvernig staðið verði að þessari aðgerð.

...