Vladimír Pútín, forseti Rússlands, tók í gær á móti rúmlega tuttugu þjóðarleiðtogum, þar á meðal frá Kína, Indlandi, Suður-Afríku, Tyrklandi, Egyptalandi og Íran, í rússnesku borginni Kasan þar sem ársfundur svonefnds BRICS-ríkjahóps er haldinn
Forsetar Xi Jinping og Vladimír Pútín ræddust við í Kasan í gær.
Forsetar Xi Jinping og Vladimír Pútín ræddust við í Kasan í gær. — AFP/Alexander Zemlianichenko

Guðmundur Sv. Hermannsson

gummi@mbl.is

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, tók í gær á móti rúmlega tuttugu þjóðarleiðtogum, þar á meðal frá Kína, Indlandi, Suður-Afríku, Tyrklandi, Egyptalandi og Íran, í rússnesku borginni Kasan þar sem ársfundur svonefnds BRICS-ríkjahóps er haldinn. Er þetta stærsta alþjóðlega ráðstefnan sem haldin hefur verið í Rússlandi frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar 2022.

Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sækir einnig

...