Njáll Trausti Friðbertsson
Njáll Trausti Friðbertsson

„Vinnan gengur ágætlega, við stefnum að því að klára þetta úr þinginu 15. eða 16. nóvember,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, í samtali við Morgunblaðið, spurður um ganginn í fjárlagavinnunni sem fram fer í nefndinni þessa dagana.

Hann segir að stefnt sé að því að 2. umræða um fjárlagafrumvarpið fari fram á Alþingi mánudaginn 11. nóvember. Gangi þau áform eftir muni Alþingi afgreiða frumvarpið hálfum mánuði fyrir boðaðar þingkosningar. Von sé á nýrri þjóðhagsspá 5. nóvember og uppreikningi frá fjármálaráðuneytinu í framhaldinu og þá verði unnt að klára málið frá nefndinni til 2. umræðu.

„Þetta er ekki einfalt verk en ég vona að þessi áætlun gangi eftir, þannig að vinnan dragist ekki mikið nær kosningum,“ segir Njáll Trausti. Hann segist aðspurður ekki sjá nein merki þess

...