Halldóra Hilmarsdóttir fæddist á Fremstagili í Langadal 21. september árið 1937. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 10. október 2024.

Foreldrar Halldóru voru hjónin Hilmar Arngrímur Frímannsson, bóndi á Fremstagili, f. 21. júní 1899, d. 13. júní 1980, og Jóhanna Birna Helgadóttir, f. 6. júlí 1911, d. 21. desember 1990.

Halldóra var frumburður foreldra sinna. Hin eru í aldursröð Guðmundur Frímann Hilmarsson, f. 26. febrúar 1939, d. 3. desember 2009, Anna Helga, f. 31. mars 1944, Valgarður Hilmarsson, f. 29. ágúst 1947 og Hallur Hilmarsson, f. 3. september 1954.

Halldóra giftist Ólafi Heiðari Jónssyni 29. ágúst árið 1964. Hann fæddist 25. nóvember árið 1934. Hann var alinn upp af foreldrum sínum, þeim Jóni Sigmundssyni bónda frá Gunnhildargerði, f. 25. október 1898, d. 18. maí 1957, og

...