Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur sent Reykjavíkurborg bréf þar sem bent er á að borgin uppfylli ekki ákvæði sveitarstjórnarlaga sem munu taka gildi árið 2026 um skuldahlutföll ef miðað er við ársreikning frá árinu 2023
Skuldir Skuldahlutfall borgarinnar var 158% miðað við ársreikning.
Skuldir Skuldahlutfall borgarinnar var 158% miðað við ársreikning. — Morgunblaðið/Eggert

Hermann Nökkvi Gunnarsson

hng@mbl.is

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur sent Reykjavíkurborg bréf þar sem bent er á að borgin uppfylli ekki ákvæði sveitarstjórnarlaga sem munu taka gildi árið 2026 um skuldahlutföll ef miðað er við ársreikning frá árinu 2023.

Gerð er krafa um það í bréfinu að gripið verði til aðgerða strax svo að borgin geti sem fyrst uppfyllt umrædd skilyrði.

Bréfið var sent 1. október en hefur enn ekki verið rætt í borgarstjórn, þó að eftirlitsnefndin mæli sérstaklega með því.

„Mér finnst sérkennilegt að meirihlutinn hafi ekki flaggað á þetta bréf við okkur heldur reynt að lauma því einhvern veginn baka til eins og venjulega,“ segir Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins

...