Sáttafundur var haldinn í gær í kjaradeilu Læknafélags Íslands (LÍ) og samninganefndar ríkisins (SNR). Ákveðið var að viðsemjendur komi aftur saman í dag til áframhaldandi viðræðna samkvæmt upplýsingum Ástráðs Haraldssonar ríkissáttasemjara. „Við erum í góðu samtali,“ sagði hann.

Þungt hljóð er í læknum sem vilja fara að undirbúa verkfallsaðgerðir ef ekki gengur saman í viðræðunum. Liðlega hundrað læknar komu saman á félagsfundi í fyrrakvöld til að fara yfir stöðuna með stjórn og samninganefnd LÍ og samþykkti fundurinn að skora á stjórnvöld að leita allra leiða til að semja strax við lækna og að samninganefnd og stjórn LÍ fari strax í að undirbúa verkfallsaðgerðir lækna, að því er fram kemur á vef LÍ.

Ekki hefur verið boðað til sáttafunda í kjaradeilu kennara og er ekki búist við að það verði gert fyrr en séð verður

...