Gamanþættirnir Nobody Wants This hófu nýlega göngu sína á streymisveitunni Netflix. Undirrituð hafði heyrt ansi góða hluti um þáttaröðina frá sjónvarpsþyrstum vinkonum sínum og kom sér því vel fyrir í sófanum með popp í skál, tilbúin í hámhorf…
Hollywood Brody og Bell á rauða dreglinum.
Hollywood Brody og Bell á rauða dreglinum. — AFP/Olivia Wong

Anna Rún Frímannsdóttir

Gamanþættirnir Nobody Wants This hófu nýlega göngu sína á streymisveitunni Netflix. Undirrituð hafði heyrt ansi góða hluti um þáttaröðina frá sjónvarpsþyrstum vinkonum sínum og kom sér því vel fyrir í sófanum með popp í skál, tilbúin í hámhorf mánaðarins. Skemmst er frá því að segja að þættirnir eru hreint út sagt frábærir.

Segir þar frá hlaðvarpsþáttastjórnandanum Joanne (Kristen Bell) og rabbínanum Noah (Adam Brody) sem kolfalla hvort fyrir öðru. Noah er hins vegar nýkominn úr löngu sambandi og á hans fyrrverandi ansi erfitt með að sætta sig við sambandsslitin. Fjölskylda hans er einnig mjög ósátt við að hann sé að hitta svokallaða „shiksu“ (hebreskt orð yfir það að vera óhreinn eða viðbjóðslegur), konu sem ekki sé

...