Guðmundur Heiðreksson fæddist 23. október 1949 á Akureyri og ólst þar upp við mikið frelsi á Eyrinni. Hann stundaði nám við Tækniskólann í Reykjavík og lauk þaðan námi í byggingartæknifræði 1972. Að námi loknu starfaði Guðmundur á verkfræðistofu í…
Stórfjölskyldan <strong>Úti að borða á Kanarí á 70 ára afmæli Möggu Öldu árið 2023. Frá vinstri: Hildur Björg,</strong><strong> Heið</strong><strong></strong><strong>rekur Þór, Ragnheiður Kristín, Hrafnhildur Alda, Daði, Húgó, Magga Alda, Guðmundur og Guðmundur Birkir.</strong>
Stórfjölskyldan Úti að borða á Kanarí á 70 ára afmæli Möggu Öldu árið 2023. Frá vinstri: Hildur Björg, Heiðrekur Þór, Ragnheiður Kristín, Hrafnhildur Alda, Daði, Húgó, Magga Alda, Guðmundur og Guðmundur Birkir.

Guðmundur Heiðreksson fæddist 23. október 1949 á Akureyri og ólst þar upp við mikið frelsi á Eyrinni.

Hann stundaði nám við Tækniskólann í Reykjavík og lauk þaðan námi í byggingartæknifræði 1972.

Að námi loknu starfaði Guðmundur á verkfræðistofu í Reykjavík í eitt ár en flutti síðan aftur norður á Akureyri þar sem hann starfaði hjá Vegagerðinni frá árinu 1973 til ársins 2017 þegar hann lét af störfum, eða í 44 ár.

Guðmundur var deildarstjóri veghönnunardeildar sem sá um hönnun og útboð vegaframkvæmda á Norðausturlandi og að hluta til á Austurlandi. „Í því starfi hafði ég mikið samband við bændur, sveitarstjórnarfólk og stjórnmálamenn. Á þessu tímabili voru fjórtán samgönguráðherrar en minnisstæðust voru samskiptin við Halldór Blöndal, vegna hans mikla áhuga á samgöngumálum

...