Rautt Kudus gengur niðurlútur af velli eftir að hafa fengið rautt.
Rautt Kudus gengur niðurlútur af velli eftir að hafa fengið rautt. — AFP/Benjamin Cremel

Enska knattspyrnusambandið hefur kært Mohammed Kudus, leikmann West Ham, eftir rauða spjaldið sem hann fékk er liðið fékk skell, 4:1, gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á laugardag. Kudus missti stjórn á skapi sínu og sló til bæði Micky van de Ven og Pape Matar Sarr. Ljóst er að Kudus á yfir höfði sér að minnsta kosti þriggja leikja bann, sem gæti verið lengt. Þá gæti hann einnig verið sektaður fyrir athæfið.