Gylfi Ólafsson, nýkjörinn formaður Fjórðungssambands Vestfjarða, er bjartsýnn á framtíð Vestfjarða. Eftir langt tímabil með hnignun sé nú vöxtur í samfélaginu og stoðir atvinnulífsins fleiri en áður.

„Vindáttin blæs nú með Vestfjörðum,“ segir Gylfi.

Fjölmörg mál voru í deiglu á fjórðungsþingi Vestfirðinga sem haldið var á dögunum, þar á meðal fjarskipta- og vegamál. Voru stjórnvöld þar hvött til þess að leita nýrra leiða við fjármögnun á uppbyggingu innviða í landshlutanum. » 12