Vinningshafar Niels Fredrik Dahl, Jakob Martin Strid, Arnhildur Pálmadóttir, Rune Glerup og Dag Johan Haugerud.
Vinningshafar Niels Fredrik Dahl, Jakob Martin Strid, Arnhildur Pálmadóttir, Rune Glerup og Dag Johan Haugerud. — Ljósmyndir/Árni Beinteinn

Tilkynnt var um vinningshafa verðlauna Norðurlandaráðs í gærkvöldi. Athygli vakti að bæði Noregur og Danmörk hlutu hvort um sig tvenn verðlaun. Einn Íslendingur var í hópi verðlaunahafa, Arnhildur Pálmadóttir arkitekt. Verðlaun Norðurlandaráðs eiga þátt í að auka sýnileika hins nána menningarstarfs Norðurlanda og er ætlað að vekja áhuga almennings á norrænum bókmenntum, tungumálum, kvikmyndum og tónlist. Umhverfisverðlaunin eru veitt fyrir sérstakt framlag til þess að auka sjálfbærni á Norðurlöndum. Alls voru 53 verk, verkefni og listamenn tilnefnd til verðlauna Norðurlandaráðs í ár og voru íslenskar tilnefningar til verðlaunanna átta talsins. Verðlaunin nema hver um sig sex milljónum íslenskra króna og eru afhent á árlegu þingi Norðurlandaráðs sem fram fer á Íslandi dagana 28.-31.

...