Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, leggur til að Íslendingar setji upp almennilega og vel skipulagða móttökuskóla fyrir börn af erlendum uppruna. Í aðsendri grein í blaðinu í dag kveðst hún sannfærð um að…
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, leggur til að Íslendingar setji upp almennilega og vel skipulagða móttökuskóla fyrir börn af erlendum uppruna. Í aðsendri grein í blaðinu í dag kveðst hún sannfærð um að breytingin gæti skipt sköpum og haft mikil og jákvæð áhrif fyrir allt skólastarf.

Vilja aðrar lausnir

Ráðherrann nefnir að móttökuskóli sé ekki ný hugmynd heldur megi t.d. finna slíkan skóla í Noregi.

„Tæp 30% nemenda í íslenskum grunnskólum hafa erlendan bakgrunn og ljóst að slík fjölgun í óbreyttu kerfi hefur áhrif á gæði náms og árangur nemenda. Kennarar hafa reynt að mæta þessum áskorunum með fjölbreyttum leiðum en benda á að álagið sem þessu fylgir haldi aftur af hefðbundnu skólastarfi og vilja aðrar lausnir,“ skrifar Áslaug.

...